Chrissie Telma Guðmundsdóttir lauk B.Mus gráðu frá Listaháskóla Íslands vorið 2014 undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur. Sama ár fór hún til Bandaríkjanna sem Fulbright styrkþegi og lauk M.M gráðu við Arizona State University undir handleiðslu prof. Danwen Jiang.  Nú vinnur hún að því að ljúka síðustu stigum Suzuki kennaranámsins hjá fyrrum Suzuki kennara sínum Lilju Hjaltadóttur. 

Hún hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna, en er nú meðlimur hjá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún heldur reglulega einleikstónleika ásamt píanóleikaranum Einari Bjart um land allt ásamt því að leiða strengjasveitina Íslenska Strengi.

Chrissie starfar nú sem Suzuki kennari við Allegro Suzukitónlistarskólann, Nýa Tónlsitarskólann, Tónlistarskóla Rangæinga og er einnig stofnandi og listrænn stjórnandi námskeiðsins Fiðlufjör.


Chrissie Telma Guðmundsdóttir graduated with her Bachelor degree from Iceland Academy of the Arts in the spring of 2014. In the fall she received a Fulbright scholarship to go study for a Master’s degree at Arizona State University and graduated in 2016. Now she is working on finishing her last courses of Suzuki teacher training. Her previous teachers include Prof. Danwen Jiang, Auður Hafsteinsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Lilja Hjaltadóttir and Guðmundur Pálsson

She has performed as a soloist with Iceland Symphony Orchestra and the Amateur Symphony of Iceland, and currently she is a memer of the Symphony of the North. She performs regularly with the pianist Einar Bjartur around Iceland as well as leading the string orchestra Icelandic Strings. 

Chrissie is a Suzuki teacher at the Allegro Suzukischool, New Music school, Musicschool in the south and is the founder and creator of the festival Fiðlufjör.